Körfuboltadómari óviðeigandi

# Nafnlaus frásögn

Körfubolti – 2017-19

Bregst við myndum af mér á sundfötum

Ég er leikmaður á þessum tíma og það er sumar. Körfuboltadómari sendir mér „follow request“ á Instagram sem ég „accepta“. Mér finnst ekkert að því þar sem körfuboltafjölskyldan er lítil og þetta ætti að vera eðlilegt. Nema hvað, hann byrjar að senda á mig óviðeigandi skilaboð, hann svarar „story“ á instagram en eingöngu þeim sem ég og fleiri erum á sundfötum. Þessi dómari er fæddur 1968 en ég 1992. Ég svara en svara takmarkað, svara eingöngu því sem var viðeigandi að svara að mínu mati.

Dómari dæmir

Ástæða af hverju ég svara var sú að hann myndi dæma sanngjarnt hjá mér áfram. Dómarar hér á landi taka öllu hrikalega persónulega og erfa það restina af þínum ferli. Næst biður hann mig um að adda sér á Snapchat. Ég svara að mér þyki það nú frekar óviðeigandi. Hann segir að svo gæti nú verið en heldur áfram að svara á story (Instagram) þar sem ég og vinkonur mínar voru á sundfötum eða með áfengi við hönd.